Forsíða  
  Forsíða
BÆKUR
VARNINGUR
KAUPA
HUGMYND
HÖFUNDUR
Englis



ÍSLENSKUR MENNINGARARFUR

Mjög hefur skort á að hægt væri að fá aðgengilegar bækur um íslenskan menningararf sem ferðamenn gætu stuðst við og tekið með sér heim við ferðalok. Íslensk menning hefur einnig orðið nokkuð útundan í landkynningu og tímabært að bæta þar úr.

Komnar eru út hjá Bókaútgáfunni Sölku fjórar bækur í nýjum bókaflokki um íslenskan menningararf eftir Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuð. Bækurnar koma út á íslensku og ensku og bera heitin: Hús skáldanna, Torfirkjur á Íslandi, Átta steinhús 18. aldar og Stóru torfbæirnir.

Íslenskur menningararfur er einstök ritröð um sögustaði, menningarminjar og perlur íslenskrar byggingalistar, handhægar bækur með ríkulegu myndefni og stuttum texta. Í hverri bók er kort sem sýnir staðsetningu bygginganna sem fjallað er um ásamt gagnlegum upplýsingum. Hér er bætt úr brýnni þörf því lítið hefur verið um bækur af þessu tagi á markaðnum, áherslan hefur verið á landið og náttúruna.

Þessar fyrstu bækur fjalla um eftirtalin efni:

HÚS SKÁLDANNA
Íslendingar eru þekktir fyrir bókmenntaarfinn og söfn um skáld eru víða um land. Í bókinn eru: Snorrastofa í Reykholti, Hraun í Öxnadal, Davíðshús, Sigurhæðir og Nonnahús á Akureyri, Skriðuklaustur í Fljótsdal, Þórbergssetur á Hala og Gljúfrasteinn í Mosfellssveit. Auk þess er sýning á miðaldahandritunum í Þjóðmenningarhúsi.

TORFKIRKJUR Á ÍSLANDI
Upprunalegar torfkirkjur sem enn standa á Íslandi eru aðeins fimm og sú sjötta er sett saman úr viðum eldri kirkju. Þær eru með því merkasta í íslenskri byggingarlist:Víðimýrarkirkja í Skagafirði, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Saurbæjarkirkja í Eyjafirði, Hofskirkja í Öræfum og Bænhúsið á Núpsstað, auk Árbæjarkirkju í Reykjavík.

STÓRU TORFBÆIRNIR
Nokkrir stórir torfbæir eru enn uppistandandi á Íslandi, flestir á Norðurlandi, og í mörgum þeirra eru byggðasöfn. Þessir eru til umfjöllunar: Glaumbær í Skagafirði, Laufás við Eyjafjörð, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Þverá í Laxárdal, Bustarfell í Vopnafirði, Safnbærinn í Skógum, Skálinn á Keldum og Árbær.

ÁTTA STEINHÚS Á 18. ÖLD
Á seinni hluta 18. aldar lét danska stjórnin byggja átta vönduð steinhús á Íslandi, fjögur íbúðarhús fyrir embættismenn sína og fjórar kirkjur. Þau voru teiknuð af fremstu arkitektum Dana og gegna enn mikilvægu hlutverki: Stjórnarráðshúsið í Reykjavík, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, Nesstofa við Seltjörn, Hóladómkirkja í Hjaltadal, Landakirkja á Heimaey, Bessastaðastofa og Bessastaðakirkja.

Þýðandi er Anna Yates. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, ritar formála í bókina um torfkirkjurnar.

Hönnun bókanna, texti þeirra og ljósmyndir eru eftir Björn G. Björnsson.


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - veffang: www.leikmynd.is - netfang: leikmynd@leikmynd.is