Forsíða  
  Forsíða
BÆKUR
VARNINGUR
KAUPA
HUGMYND
HÖFUNDUR
English

HUGMYNDIN

Hugmyndin með þessu verkefni er að kynna ferðamönnum sem hingað koma fjölbreyttan, íslenskan menningararf. Flestir koma þeir til að skoða landið og undur náttúrunnar en átta sig fljótlega á því að hér býr þjóð með mikla sögu og merkar menningarminjar, söfn og setur, húsagerð og bókmenntir, tónlist og myndlist, leiklist, kvikmyndagerð og hönnun, fjörugt miðborgarlíf, fyrsta flokks veitingahús og flest það sem gerir heimsókn til annarra landa skemmtilega - til viðbótar við náttúruna.

Við höfum valið það besta á hverju sviði til að auðvelda lesendum að kynna sér hinn sjónræna, íslenskan menningararf og setjum það fram í einstöku myndefni og stuttum, upplýsandi textum. Það kæmi okkur ekki á óvart að Íslendingar kynnu líka að meta þessar bækur og færu að skoða umhverfi sitt og sögu á nýjan hátt. Landið er vissulega fagurt og frítt - en það geta verk mannanna einnig verið. Njótið vel.


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - veffang: www.leikmynd.is - netfang: leikmynd@leikmynd.is