Forsíða  
  Forsíða
BÆKUR
VARNINGUR
KAUPA
HUGMYND
HÖFUNDUR
English

STÓRU TORFBÆIRNIR

Torfbæirnir eru byggðir úr timbri, torfi og grjóti. Grind, gaflar, þakviðir og innréttingar eru úr timbri, en útveggir hlaðnir úr grjóti og torfi til einangrunar og hlífðar og svo er tyrft yfir allt saman. Mismikið er þó af þessum byggingarefnum eftir veðurfari og aðstæðum, sumir bæir eru hlaðnir af grjóti frekar en torfi, og svo er mismikið af timbri í þiljum, gólfum o.s.frv. Torfbæir af öllum stærðum og gerðum hafa risið og hnigið í sveitum landsins þúsundum saman allt frá landnámi, fyrst langhús og skálar en smám saman minnkuðu húsin sneru göflum fram á hlaðið og burstabærinn varð til.

Aðeins örfáir stórir bæir standa enn í upprunalegri mynd að einhverju leyti, flestir á Norðurlandi, þar sem veðrátta er hagstæðari þessum forgengilegu byggingarefnum. Elsta bygging á Íslandi er skálinn á Keldum á Rangárvöllum, sem talinn er vera að stofni til frá elleftu öld. Hann er af gerð langhúsa og sá eini slíkur sem hér er varðveittur. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eftirgerð af skálarústinni á Stöng, byggður í tilefni af 1100 ára afmæli Íslands- byggðar 1974. Helstu bæir syðra eru safnbæirnir í Skógum og Árbæ auk tveggja húsa í Selinu í Skaftafelli. Norðanlands eru það Glaumbær, Laufás, Grenjaðarstaður, Þverá og Bustarfell sem bera af, auk minni bæja á Hólum í Hjaltadal og Hólum í Eyjafirði. Fjölmörg smærri torfhús er að finna og þau eru öll hluti af íslenskum menningararfi. Íslenski torfhúsaarfurinn eru undirbúningsskrá UNESCO yfir heimsminjar í sameiginlegri eigu mannkyns.

Tilbaka


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - veffang: www.leikmynd.is - netfang: leikmynd@leikmynd.is