Forsíða  
  Forsíða
BÆKUR
VARNINGUR
KAUPA
HUGMYND
HÖFUNDUR
English

ÁTTA STEINHÚS 18. ALDAR

Fyrstu opinberu steinhúsin sem byggð voru á Íslandi voru átta vönduð hús sem landstjórnin lét byggja á árunum 1753 til 1777, fjórir bústaðir embættismanna og fjórar kirkjur. Öll húsin voru teiknuð af færustu hirðhúsameisturum Dana og eru stílhrein og fögur í einfaldleik sínum. Elst eru Viðeyjarstofa, sem reist var fyrir Skúla Magnússon landfógeta 1753, og Hóladómkirkja reist 1757. Svo fylgdu á eftir Nesstofa handa landlækni og Bessastaðastofa fyrir amtmanninn, bæði reist 1761. Fangahúsið í Reykjavík, núverandi Stjórnarráðshús, reis um 1765 en restina ráku Viðeyjarkirkja 1766, Landakirkja á Heimaey 1774 og Bessastaðakirkja 1777. Öll eru þessi gömlu steinhús í notkun og mikil prýði, hvert á sínum stað.

Tilbaka


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - veffang: www.leikmynd.is - netfang: leikmynd@leikmynd.is