Forsíða  
  Forsíða
BÆKUR
VARNINGUR
KAUPA
HUGMYND
HÖFUNDUR
English

TORFKIRKJUR Á ÍSLANDI

Torfkirkjurnar íslensku, sem enn standa í upprunalegri mynd, eru aðeins fimm. Kirkjan á Víðimýri í Skagafirði er talin þeirra fegurst, Grafarkirkja á Höfðaströnd elst og fornlegust og Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er stærst. Kirkjan á Hofi í Öræfum er yngst og bænhúsið á Núpsstað er þeirra langminnst. Sú sjötta er Safnkirkjan í Árbæ sem reist var 1961 úr viðum eldri kirkju frá Silfrastöðum í Skagafirði. Það má því segja að fjórar séu af Norðurlandi en tvær af Suðurlandi. Stafbyggð torfkirkja var síðan reist við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal í tilefni af þúsund ára kristnitöku árið 2000. Til stendur að tilkynna íslenskan byggingararf úr torfi á lista UNESCO yfir heimsminjar.

Tilbaka


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - veffang: www.leikmynd.is - netfang: leikmynd@leikmynd.is